Fór Ísland á hliðina?

Fyrir rúmum þremur árum síðan hættu viðskipti og ýmis önnur samskipti á milli Íslands og Bretlands að grundvallast á EES-samningnum og við tóku víðtækir fríverzlunarsamningar. Með öðrum orðum skipti Ísland EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Bretland, annað stærsta viðskiptaland okkar Íslendinga á eftir Bandaríkjunum, án þess að nokkuð færi á hliðina í samskiptum landanna.